Museum Art Gallery

Safnahúsið - Culture House

Overview

The exhibition at the Culture House in Hverfisgata gives visitors the
chance to delve into the collections of six different cultural institutions.

Tags

  • History Museum
  • Art Museum

Description

Húsið var vígt 28. mars 1909. Safnahúsið var sameinað Þjóðminjasafni Íslands árið 2013 er Þjóðmenningarhúsið var lagt niður sem sjálfstæð stofnun. Húsið var opnað á ný eftir endurbætur hinn 18. apríl 2015 með sýningum, kaffihúsi og safnbúð. Þá fékk húsið á ný heitið Safnahúsið, og opnaði með nýrri grunnsýningu, Sjónarhorn, þar sem viðfangsefnið er sjónrænn menningararfur.
Sex stofnanir standa að sýningunni Sjónarhornum en þær eru auk Þjóðminjasafn Íslands, sem veitiri húsinu forstöðu, Listasafn Íslands, Náttúruminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Á sýninginnu Sjónarhornum er úrval safnkosts hins sjónræna menningararfs áðurnefndra menningarstofnana til sýnis, frá elstu varðveittu heimildum til dagsins í dag. Á sýningunni gefst einstakt tækifæri til að skoða arfleifðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. Markmið aðstandenda sýningarinnar er að ná sérstaklega til skólafólks, fjölskyldna og ferðamanna.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður veitir Safnahúsinu forstöðu og Sigurlaug Jóna Hannesdóttir er verkefnisstjóri Safnahússins. Sýningarstjóri Sjónarhorna er Markús Þór Andrésson.

Í Safnahúsinu er aðstaða fyrir sýningar, fundi, tónleika, samkomur, fyrirlestra, listviðburði, opinberar athafnir og aðra viðburði.

Location

Rate & Write Reviews