About

Hjá Tónheimum er kennd rytmísk tónlist, popp, rokk, blús og sönglög. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir, byrjendur sem lengra komnir.

Tags : #MusicLessonsInstructionSchool, #MusicLessons&InstructionSchool

Location :
108, 101 Reykjavík

Description

Tónheimar eru tónlistarskóli þar sem nemendum er kennt að spila á píanó eftir eyranu.

Kennt er eftir bókstafshljómum og inn í námið blandast tón-og hljómfræði. Nemendum er skipt niður í hópa eftir aldri, getu og áhugasviði. Fjórir nemendur eru saman í tíma. Hver nemandi hefur eigið rafmagnspíanó til afnota. Bæði kennari og nemendur hafa síðan heyrnartól og getur kennarinn hlustað og talað við hvern nemanda fyrir sig.

Reynslan sýnir að nemendur sem læra í hóp ná jafnvel betri árangri en þeir sem læra á hefðbundinn hátt. Nemandi fær jákvæða hvatningu frá hinum í hópnum.

Tónheimar hafa þá sérstöðu að kenna rytmíska tónlist eftir eyranu. Námið er hagnýtt og hentar fólki á öllum aldri, jafnt byrjendum sem lengra komnum. Yngstu nemendur Tónheima eru 6 ára og þeir elstu komnir yfir áttrætt. Nemendum er skipt niður í litla hópa eftir aldri, getu og áhugasviði.

Tónheimar er framsækinn tónlistarskóli sem hefur það markmið að gera tónlistarnám aðgengilegt fyrir sem flesta. Skólinn hefur sérstöðu meðal tónlistarskólanna og þjónar þeim sem vilja stunda rytmískt tónlistarnám.