About

Einstaklega fallegt hús sem búið er að gera upp. Frábært fyrir fjölskyldur að leigja yfir helgi og skella sér á skíði. Gistipláss fyrir átta manns.

Tags : #Hostel, #SkiResort

Location :
Aðalstræti 66, 600 Akureyri
Contacts :

Description

Sagan á bakvið húsið

Húsið er byggt árið 1842 af Grími Laxdal veitingamanni og rak hann í húsinu einn fyrsta veitingastað Akureyrar. Indriði Þorsteinsson gullsmiður var annar eigandi hússins og má ætla að nafn hússins komi frá honum. Indriði seldi Akureyrarbæ húsið árið 1872 til að hýsa barnaskóla bæjarins og til húsnæðis handa þurfamönnum. Barnaskólinn var þarna til húsa fram til ársins 1877. Á þessum árum var húsið jafnframt notað fyrir song, skemmtanir, dans og fleira. Á meðan skólinn var haldinn í húsinu bjuggu þarfamenn á loftinu en eftir að hann flutti bjuggu stundum sex til átta fjölskyldur samtímis í húsinu. Árið 1880 keypti Sigurður Sigurðsson af Akureyrarbæ en skilyrði fylgdu kaupunum að hann leigði bæjarstjórninni helming loftsins sem húsnæði fyrir þurfamenn. Sigurður standsetti húsið og gerði stóra kvistinn á austurhliðinni. Í kvistherberginu á efri hæð hússins er enn panillinn sem herbergið var klætt með á þeim tíma. Húsið á sér ef til vill merkilegri sögu en flest önnur hús í Fjörunni og er gott dæmi um hús frá 19.öld, sem tekið hefur ýmsum breytingum og gegnt margs konar hlutverki.

Magnús Jónsson keypti húsið 1945 og voru nokkrir eigendur í millitíðinni. Núverandi eigandi er Hrafnkell Marinósson barnabarn Magnúsar. Endurbætur á húsinu hafa staðið yfir síðan 1993. Myndir frá endurbótunum eru að finna í skáp í stofunni. Húsið er 65 fm að grunnfleti.