Lodging

Gistiheimilið Við Hafið Ólafsvík

Ólafsbraut 55, 355 Ólafsvík

About

Við Hafið
Gistiheimili / Hostel opnar í Ólafsvík í vor og er rekið af Rut Einarsdóttur, Sigurjóni Hilmarssyni og dætrum.
Gistiheimilið er að Ólafsbraut 55 og er það staðsett á annari hæð
í verslunarhúsi við aðalgötuna og stendur við fjöruborðið með
fallegt útsýni yfir hafið.

Boðið verður uppá gistingu fyrir allt að 44 gesti í fimmtán herbergjum,
2.manna upp í 10.manna hostelherbergi með sameiginlegri salernis og sturtuaðstöðu. Tvö herbergi verða á neðri hæð hússins með góðu aðgengi fyrir fatlaða og með salerni og sturtu inni á herbergjum

Gistiheimlið er mjög vel staðsett, verslanir, veitingastaðir, apótek, banki og upplýsingamiðstöð eru við sömu götu, stutt er að ganga til sundlaugar og annara íþróttamannvirkja.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í kringum Ólafsvík og upp á fjöll sem bærinn stendur við. Laki Tours er með daglegar hvalaskoðunarferðir í Ólafsvík yfir sumartímann.

Ólafsvík er staðsett á norðanverðu Snæfellsnesinu við rætur Snæfellsjökuls og við fallegan Breiðafjörðinn. Er því stutt að fara í skoðunarferðir um nesið. Það er innan við klukkustunda akstur til að skoða alla leyndardóma sem Snæfellsnesið hefur uppá að bjóða og má þar nefna hið fræga Kirkjufell og Kolgrafafjörð með öllu sínu lífríki, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svalþúfu, Dritvík og Djúpalónssand, Malarif, Lóndranga, Hellnar, Arnastapa þar sem hin magnaða stytta af Bárði Snæfellsás stendur, Búðir og hinn ótrúlega Vatnshelli.

9 holu golfvöllur er aðeins í 5 km fjarlægð frá gistiheimilinu.
Aðeins er um tuttugu mínútna akstur að Lýsuhóli þar sem hægt er að
baða sig í náttúrulegri laug með heitu ölkelduvatni.

Tags : #Hostel, #HotelResort

Location :
Ólafsbraut 55, 355 Ólafsvík
Contacts :