About

Gamli bærinn Laufás er norðlenskur burstabær prestsetur frá 19. öld. Historical site and museum. 19th century rectory and church.

Location :
Gamli bærinn Laufás, 610 Grenivík

Description

Yfir sumartímann er Gamli bærinn opinn ferðamönnum, frá 1. júní - 31. ágúst. Gamli bærinn er eftirtektarverður vegna byggarstílsins og byggingarefnisins, stór og reisulegur bær, ríkmannlegri á allan hátt en almennt var á þeim árum enda prestssetur með mikil hlunnindi. Prestar sem sátu staðinn voru margir miklir búhöldar og búnaðist vel. Að innan er bærinn búinn munum sem tíðkuðust í kring um 1900. Munirnir eru margir hverjir frá fyrri íbúum Laufáss en einnig var gripum safnað í Grýtubakkahreppi, m.a. af kvenfélagskonum og þá ekki síst þeim systrum Sigrúnu á Skarði og Sigurbjörgu í Hléskógum - þökk sé þeim systrum.
Haldnir eru sérstakir starfsdagar nokkrum sinnum yfir árið, þar sem velunnarar Gamla bæjarins s.s. Laufáshópurinn, félagsskapur um viðhald á þekkingu og handbragði fyrri tíma sýna í verki hvernig störf voru unnin á tímum torfbæjarmenningarinnar á Íslandi.